18. júní. 2007 04:35
Iðnaðarmenn í Stykkishólmi hafa haft í nógu að snúast í sumar og mikil framkvæmdagleði einkennir íbúa bæjarins. Margir nota góða veðrið til að snyrta og gera fínt í kringum heimilin enda er bærinn rómaður fyrir snyrtilegt umhverfi. Iðnaðarmennirnir á myndinni voru að vinna í Baldurshaga á föstudag og var ekki annað að sjá en þeir væru hinir hressustu við vinnuna.