20. júní. 2007 02:50
Bjartsýni lesenda Skessuhornsvefjarins ríður ekki við einteyming. Ríflega 37% aðspurðra eru handvissir um að í sumar verði gott veður og þar að auki telja 45% að svo verði á köflum. Ríflega 5% eru ekki viss í sinni sök og 6% segja að sjaldan verði gott veður í sumar. Ljóst er hins vegar að 7% lesenda eru óforbetranlegir svartsýnismenn sem fulllyrða að veðrið verði örugglega ekki gott í sumar. Vonandi hafa þeir ekki rétt fyrir sér.