21. júní. 2007 02:25
Félag skógarbænda á Vesturlandi var stofnað á Valfelli 23. júní 1997 og er því 10 ára næstkomandi laugardag. Í tilefni dagsins verður haldinn fjölskyldudagur í skóginum á Hreðavatni. Mæting er klukkan 14:00 við gamla íbúðarhúsið á Hreðavatni, aðsetur Skógræktar ríkisins. Farið verður í gönguferð um Jafnaskarðsskóg og að lokinni gönguferð verður grillað og kveikt í kolunum kl. 17:00. Fólk skal koma sjálft með mat á grillið en meðlæti verður á staðnum í boði FsV.