23. júní. 2007 01:10
Bæjarráð Akraness hefur samþykkt ósk stjórnar Dvalarheimilisins Höfða um að koma að fjármögnun fyrirhugaðrar stækkunar á þjónusturými og matsölum. Verður það gert með sama hætti og hafður var á við fyrsta og annan áfanga Höfða. Líkt og Skessuhorn hefur greint frá telur stjórn heimilisins aðkallandi að stækka þjónusturýmið, þ.e. matsal, samkomusal og matsal hjúkrunardeildar. Mikil þrengsli stafa af því að æ fleiri íbúar heimilisins þurfi að nota hjólastól eða göngugrind.