25. júní. 2007 01:45
Hrönn Ríkharðsdóttir, Samfylkingunni og Rún Halldórsdóttir, Vinstri hreyfingunni – grænu framboði, hafa verið skipaðar áheyrnarfulltrúar í bæjarráð í sumar. Minnihluti bæjarstjórnar hefur áður óskað eftir að fá fasta áheyrnarfulltrúa, en meirihlutinn hafnaði því. Hinsvegar gera sveitarstjórnarlög ráð fyrir því að á meðan fundir bæjarstjórnar liggja niðri yfir sumartímann eigi allir flokkar í það minnsta áheyrnarfulltrúa í bæjarráði. Þá hefur Ingibjörg Valdimarsdóttir tekið við af Sveini Kristinssyni sem aðalfulltrúi í skólanefnd, en Sveinn verður varamaður.