25. júní. 2007 02:10
Orkuveita Reykjavíkur hefur fengið heimild frá bæjarstjórn Akraness til að ganga frá lánasamningum hjá tveimur erlendum bönkum, European Investmen Bank og The Social Development Bank in Europe. Heildarupphæð lánanna er 314 milljónir evra, eða um 28 milljarðar íslenskra króna. Lánin eru mestanpart tilkomin vegna stækkunar Hellisheiðarvirkjunar, en framkvæmdum við virkjunina er skipt upp í tólf áfanga. Akraneskaupstaður á tæp 6% í Orkuveitunni og nemur hlutur bæjarfélagsins því um 214 milljónum króna, eða um 35.700 á hvern íbúa bæjarins. Bæjarstjórn Akraness hefur einnig samþykkt orkusölusamning milli OR og Norðuráls vegna álvers í Helguvík. Reikna má með að sambærilegt erindi verði tekið fyrir hjá Borgarbyggð fljótlega þar sem sveitarfélagið á tæplega eins prósents hlut í OR.