29. júní. 2007 01:27

Samningar hafa náðst á milli Norðuráls á Grundartanga og knattspyrnudeildar Skallagríms um stuðning fyrirtækisins við félagið. Samið var um stuðning til ársins 2009 og verður Norðurál með samningnum einn af aðalstyktaraðilum félagsins. Þá var á föstudag skrifað undir styrktarsamning á milli Skallagríms og Borgarverks. Sá samningur gildir frá 2007 til 2010.
Á myndinn handsala Skúli Skúlason, starfsmannastjóri Noðuráls, og Valgeir Ingólfsson, formaður knattspyrnudeildar Skallagríms, samninginn.
Skallagrímur mætir Hvöt á Skallagrímsvelli í kvöld klukkan 20, en liðin eru jöfn í öðru til þriðja sæti C riðils þriðju deildar með ellefu stig. Leikurinn skiptir því gríðarlega miklu máli og óhætt að hvetja Borgfirðinga til að fjölmenna á völlinn. Liðin mættust síðast 25. maí á heimavelli Hvatar á Blönduósi og höfðu heimamenn þá 1-0 sigur.