01. júlí. 2007 06:00
Önnur umferð Íslandsmótsins í Motorcross var haldin í Ólafsvík í gær, laugardag. Mikill fjöldi fólks lagði leið sína vestur til að fylgjast með keppninni og var spennan gífurleg þegar ræst var hjá meistaraflokki. Brautin var uppá sitt besta, enda hefur mikil vinna verið lögð í hana að undanförnu. Einar Sverrir Sigurðarson á KTM kom sá og sigraði í MX1 flokknum en Valdimar Þórðarson á Yamaha kom í mark rétt á eftir honum. Í þriðja sæti endaði Aron Ómarsson á KTM eftir gullfallegan akstur allt mótið.
Í MX2 varð Brynjar Þór Gunnarsson hlutskarpastur, öðru sætinu náði Guðmundur Þórir Sigurðsson og því þriðja Örn Sævar Hilmarsson. Brynjar hefur komið mjög sterkur inn á þessu ári en þetta er fyrsta árið sem hann keppir í motorcrossi.
Í B flokki sigraði Atli Már Guðnason eftir góðan akstur. Annar var Ívar Guðmundsson og þriðji Haraldur Björnsson. Í unglingaflokki var Ásgeir Elíasson í fyrsta sæti. Næstur varð Freyr Torfason og þriðji Heiðar Grétarsson. Í 85cc flokknum sigraði Eyþór Reynisson. Í öðru sæti varð Bjarki Sigurðsson og þriðji var Hafþór Grant.
Í opna stelpuflokknum sigraði Karen Arnardóttir, önnur varð Sandra Júlíusdóttir og þriðja Guðný Ósk Gottliebsdóttir. Í 85cc flokki kvenna var Bryndís Einarsdóttir í fyrsta sæti, Signý Stefánsdóttir endaði önnur og þriðja var Helga Valdís Björnsdóttir.