04. júlí. 2007 05:49
Í Ferjukoti í Borgarfirði er verið að koma á laggirnar Laxveiði- og sögusafni sem eigendurnir, hjónin Heba Magnúsdóttir og Þorkell Fjeldsted segja að sé gömul hugmynd sem fæðst hafi þegar dagskráin „Bændur bjóða heim“ var við líði með þeirra þátttöku í eitt sinn. Þau eru sammála um að þar sem forfeður Þorkels í Ferjukoti hafi engu hent þá hafi verið grundvöllur til að stofna safn og segja sögu laxveiðinnar, bæði neta- og stangveiði. Hún hefur sannarlega tekið miklum breytingum frá því að skilti stóð við veginn hjá Ferjukoti sem á stóð “Nýr lax.” Í þá daga var talað um að veiðimenn björguðu andlitinu með því að koma við í Ferjukoti til að kaupa lax ef lítill afrakstur var eftir stangveiðitúrinn. Nú er öldin önnur.
Sjá ítarlegt viðtal við hjónin í Ferjukoti í Skessuhorni sem kom út í dag.