Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Smáauglýsingar

buy jwh-018 5cladba etizolam 4mmc 3mmc ketamine

buy jwh-018 5cladba etizolam 4mmc 3mmc ketamine Get the best quality directly from us, DH labs ...
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. júlí. 2007 07:36

Þrjú Íslandsmet sett í Ólafsvík

Þrjú Íslandsmet voru sett á Héðinsmótinu í bekkpressu sem fram fór íþróttahúsinu Ólafsvík á laugardaginn. Alls voru 10 keppendur sem tóku þátt að þessu sinni. Í kvennflokki setti María Guðsteinsdóttir Íslandsmet í 75 kg flokki og tvíbætti hún Íslandsmetið, fyrst lyfti hún 105 kílóum og síðan 110 kíló. Í karlaflokki setti Ísleifur Árnason Íslandsmet í 90 kg flokki er hann bætti fyrrum Íslandsmet um 0,5 kg og lyfti 218,5 kg. Jakob Baldursson frá Akranesi setti stórglæsilegt Íslandsmet í 125 kg flokki er hann bætti gamla metið um 4,5 kíló og lyfti Jakob 285 kg og bætti þar með Íslandsmet Auðuns Jónssonar, en Auðunn var aðstoðarmaður Jakobs á mótinu.

Jakob Baldursson sagði í samtali við Skessuhorn að mótinu loknu að hann hafi stefnt að þessu meti síðan frá áramótum. “Þetta gekk ekki alveg eins og ég hafði vonað, ég ætlaði mér að lyfta 301 kílói í dag en það bara gekk ekki eftir að þessu sinni, en það kemur dagur eftir þennan dag,” sagði Jakob hinn ánægaðsti með nýja metið.

 

Að móti loknu voru öllum keppendum boðið í grillveislu hjá mótshöldurum. Var að vanda vel að þessu móti staðið og er Héðinsmótið komið til að vera og keppendur virkilega ánægðir með allan aðbúnað og skipulag.

 

Mynd: Sigurvegarar í flokkakeppninni fengu vegleg verðlaun en í stigakeppninni sigraði Jakob Baldursson. Frá vinstri Ingvar Jóel Ingvarsson, heldur hér á farandbikarnum ásamt manni mótsins; Jakobi Baldursyni. Þá Ísleifur Árnason og María Guðsteinsdóttir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is