09. júlí. 2007 07:36
Þrjú Íslandsmet voru sett á Héðinsmótinu í bekkpressu sem fram fór íþróttahúsinu Ólafsvík á laugardaginn. Alls voru 10 keppendur sem tóku þátt að þessu sinni. Í kvennflokki setti María Guðsteinsdóttir Íslandsmet í 75 kg flokki og tvíbætti hún Íslandsmetið, fyrst lyfti hún 105 kílóum og síðan 110 kíló. Í karlaflokki setti Ísleifur Árnason Íslandsmet í 90 kg flokki er hann bætti fyrrum Íslandsmet um 0,5 kg og lyfti 218,5 kg. Jakob Baldursson frá Akranesi setti stórglæsilegt Íslandsmet í 125 kg flokki er hann bætti gamla metið um 4,5 kíló og lyfti Jakob 285 kg og bætti þar með Íslandsmet Auðuns Jónssonar, en Auðunn var aðstoðarmaður Jakobs á mótinu.
Jakob Baldursson sagði í samtali við Skessuhorn að mótinu loknu að hann hafi stefnt að þessu meti síðan frá áramótum. “Þetta gekk ekki alveg eins og ég hafði vonað, ég ætlaði mér að lyfta 301 kílói í dag en það bara gekk ekki eftir að þessu sinni, en það kemur dagur eftir þennan dag,” sagði Jakob hinn ánægaðsti með nýja metið.
Að móti loknu voru öllum keppendum boðið í grillveislu hjá mótshöldurum. Var að vanda vel að þessu móti staðið og er Héðinsmótið komið til að vera og keppendur virkilega ánægðir með allan aðbúnað og skipulag.
Mynd: Sigurvegarar í flokkakeppninni fengu vegleg verðlaun en í stigakeppninni sigraði Jakob Baldursson. Frá vinstri Ingvar Jóel Ingvarsson, heldur hér á farandbikarnum ásamt manni mótsins; Jakobi Baldursyni. Þá Ísleifur Árnason og María Guðsteinsdóttir.