10. júlí. 2007 10:52
Skagamenn taka á móti Víkingum úr Reykjavík í bikarnum í kvöld klukkan 19:15. Liðin mættust í deildarkeppninni fyrir hálfum mánuði síðan í Reykjavík og hafði ÍA þá sigur 0-3. Búist er við að Dean Martin verði klár í slaginn og Björn Bergmann Sigurðsson gæti komið við sögu. Páll Gísli Jónsson markvörður tekur út leikbann eftir rauða spjaldið gegn Keflavík á dögunum. Í þeim leik leysti Trausti Sigurbjörnsson hann af í markinu, en hann er aðeins sextán ára gamall. Líklegt er að Trausti standi í markinu í kvöld, en hann berst um stöðuna við annan ungan og efnilegan markvörð Skarphéðinn Magnússon. Í það minnsta er ljóst að markvörður ÍA í kvöld verður kornungur.