10. júlí. 2007 12:58
Stjórn UMFÍ hélt fund sl. föstudag meðan á Landmóti UMFÍ stóð. Þar gafst HSH og Grundarfjarðarbæ kostur á að senda fulltrúa vegna umsóknar sinnar um Unglingalandsmót 2009, sem Skessuhorn hefur áður greint frá. Þeir Garðar Svansson formaður HSH og Guðmundur Ingi Gunnlagsson bæjarstjóri Grundarfjarðar kynntu umsóknina og staðhætti og fyrirhugaða uppbyggingu íþróttamannvirkja. Síðan verður tilkynnt á 10. Unglingalandsmótinu á Hornafirði sem verður um nk. verslunarmannahelgi hver heldur 12. Unglingalandsmótið.