10. júlí. 2007 10:22
Lítill plastbátur, Hítará MB 8, strandaði á grynningum skammt utan við hafnargarðinn í Rifi á tíunda tímanum í kvöld þegar hann var að koma úr róðri. Björgunarsveitin Lífsbjörg fór skipverja til aðstoðar, fyrst á gúmmíbáti en síðan var ákveðið að kalla til Slysavarnarfélagsbátinn Björgu SH sem dró Hítaránna á flot. Ekki kom leki að bátnum og skipverjann sakaði ekki. Hítaráin er nú komin til hafnar í Rifi og landar þar 700 kílóum af þorski.