Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. júlí. 2007 12:08

Einar Oddur Kristjánsson látinn

Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi, varð bráðkvaddur um hádegisbilið í gær er hann var í fjallgöngu á Kaldbak á Vestfjörðum ásamt hópi fólks. Einar Oddur var 64 ára að aldri, fæddur 26. desember 1942. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Sigrúnu Gerðu Gísladóttur og þrjú börn.

Einar Oddur var fyrst kjörinn á þing árið 1995. Hann var skrifstofumaður á árunum 1961-1965. Póstafgreiðslumaður 1965-1968. Hann varð síðar framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar Hjálms hf., Stjórnarformaður Hjálms hf., Vestfirsks skelfisks hf. og Kambs hf. Í hreppsnefnd Flateyrarhrepps 1970-1982. Í stjórn Vinnuveitendafélags Vestfjarða síðan 1974. Í varastjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna 1983-1989, í aðalstjórn 1989-1994. Stjórnarformaður Vélbátaútgerðarfélags Ísfirðinga síðan 1984.

 

Í stjórn Icelandic Freezing Plant Ltd. í Grimsby 1987-1989. Í stjórn Samtaka fiskvinnslustöðva 1981-1996. Formaður Sjálfstæðisfélags Önundarfjarðar 1968-1979. Formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestur-Ísafjarðarsýslu 1979-1990. Formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum 1990-1992. Formaður efnahagsnefndar ríkisstjórnarinnar 1988. Formaður Vinnuveitendasambands Íslands 1989-1992. Í stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs 1995. Í stjórn Grænlandssjóðs síðan 2001.

 

Einar Oddur Kristjánsson skipaði 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í NV kjördæmi við síðustu alþingiskosningar. Varamaður hans á lista er Herdís Þórðardóttir, fiskverkandi á Akranesi.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is