16. júlí. 2007 07:40
Rúmlega tuttugu þúsund gestir hafa heimsótt Landnámssetrið í Borgarnesi síðan það var opnað þann 13. maí í fyrra. Gestirnir eru á öllum aldri því mikið er um að barna- og leiksskólahópa sem heimsæki setrið. Þá hafa eldri borgarar hvaðanæfa af landinu átt þar viðdvöl í stórauknum mæli. Á heimasíðu Landnámsseturs segir að gaman sé að geta þess að hljóðleiðsögnin sem notuð er á sýningum safnsins virðist henta vel heyrnaskertu fólki sem gjarnan tekur af sér heyrnartækin en heyrir samt vel.