Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. júlí. 2007 11:16

Byrjað á gerð fyrsta hringtorgs Borgfirðinga norðan Skarðsheiðar

Nýtt hringtorg er í byggingu á Hvanneyri þessa dagana á mótum Túngötu, Hvanneyrarvegar og Skólabrautar.  Jörvi hf. sér um verkið.  Þegar blaðamann bar að garði voru “Jörvalordinn” Haukur Júlíusson og Arnór Orri Hermannssson, önnum kafnir við leit að hitaveitulögn sem leyndist í einu horni núverandi gatnamóta.  Nýttu þeir til þess smágröfu af Yuchai gerð en stóra 330C Cat skurðgrafan beið átekta.  Hringtorg þetta er nokkuð merkileg framkvæmd í vegakerfi Borgarfjarðarsýslu, því að sögn Hauks mun þetta vera fyrsta hringtorg sýslunnar norðan Skarðsheiðar, en eitt mun vera fyrir í Mýrasýslu og annað er í Borgarfjarðarsýslu við Hvalfjarðargöngin. 

Nokkuð heitt var á Hauki og Arnóri enda veðurblíða með eindæmum og var Haukur kominn á “belginn” um níuleitið í von um að jafna úr bændabrúnkunni. 

Hvanneyringar hafa nokkuð barist fyrir að fá hringtorg á þessum stað enda er umferð þar að aukast meðfram uppbyggingu á staðnum.  Hringtorgið mun stuðla að umferðaröryggi á staðnum og breyta aðkomunni inn í þorpið til hins betra. Verkinu á að vera lokið 15. september 2007.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is