18. júlí. 2007 10:12
Þóra Kristín Magnúsdóttir er bóndi á Hraunsmúla í Staðarsveit ásamt eiginmanni sínum, Helga Sigurmonssyni. Þar hafa þau búið yfir þrjátíu ár og prófað ýmislegt. Hún er alin upp í Útey í Laugardal og síðar á Vífilsstöðum, þar sem foreldrar hennar unnu. Segist alltaf hafa verið sveitastelpa og þrifist illa í kaupstað. Þegar hún og Helgi byrjuðu búskap á Hraunsmúla hafði ekki verið búið þar um nokkurt skeið, húsið var illa farið og þurfti mikilla endurbóta við en það hefur heldur betur breytt um svip. Þóra hefur verið virk í sínu samfélagi og víða drepið niður fæti, meðfram búskapnum. Sótt námskeið, kíkt á pólitíkina, sungið í kór og ýmislegt fleira.
Sjá ítarlegt viðtal við Þóru Kristínu í Skessuhorni sem kemur út í dag.