17. júlí. 2007 08:35
Fjöldi manns voru staddir leik Víkings og Leiknis á Ólafsvíkurvelli í gærkvöldi. Leiknis aðdáendur voru fjölmargir og stuðningsmenn beggja liða hvöttu bæði lið til dáða. Leikurinn var mjög þófkenndur og var mikið um langar spyrnur og var hann ekki mikið fyrir augað. Þrátt fyrir það var leikurinn skemmtilegur á köflum í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik var meira um þóf. Helstu færi liðanna átti Tryggvi Hafsteinsson fyrir Víking þegar hann brunaði inn í teig Leiknismanna og þrumaði að marki en Valur Gunnarsson varði vel. Guðlaugur Axelsson átti svo glæsilegt skot sem hafnaði í slánni.
Tvö mörk voru svo skoruð í seinni hálfleik, Leiknir komst yfir eftir að varnarmaður Víkings gaf of lausa spyrnu aftur á markmann og nýtti Helgi Pjetur Jóhannsson sér það í vil og skoraði framhjá Einari í marki Víkings. Ellert Hreinsson skoraði svo seinna mark leiksins úr vítaspyrnu eftir að boltinn fór i hendi fyrrum leikmanns Víkings Elinbergs Sveinssonar. Í lok leiksins sendi svo Valgeir Valgeirsson dómari leiksins Helga Reyni Guðmundsson af velli fyrir brot á Leiknismanni. 1-1 varð svo niðurstaðan, sanngjarnt jafntefli í fallbaráttuslag.