Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. júlí. 2007 11:36

Kalla eftir byggðastefnu og vilja stofna Nýsköpunarsjóð Vesturlands

Á fundi byggðaráðs Borgarbyggðar í morgun var einróma samþykkt bókun sem hvetur ríkisstjórn Íslands til að móta nú þegar byggðastefnu sem styrkir búsetu á landsbyggðinni. Þá lýsir byggðaráðið sig reiðubúið að taka þátt í að stofna Nýsköpunarsjóð Vesturlands sem hafi það að markmiði að efla sprotastarfsemi á Vesturlandi. Hér að neðan má lesa bókunina í heild sinni. 

“Byggðaráð Borgarbyggðar hvetur ríkisstjórn Íslands til að móta nú þegar byggðastefnu  sem styrkir búsetu á landsbyggðinni en horfist jafnframt í augu við þær breytingar sem orðið hafa á undanförnum áratugum í þróun byggðar í landinu. Ljóst er að byggðaþróun er flókið samspil breyttrar tækni og menningar en síður afleiðing af einstaka ákvörðunum stjórnvalda.

Mikilvægt er að mótuð sé stefna um uppbyggingu opinberrar þjónustu sem styðji við eðlilega og raunhæfa byggðaþróun.

Byggðaráð Borgarbyggðar lýsir sig reiðubúið að taka þátt í að stofna Nýsköpunarsjóð Vesturlands sem hafi það að markmiði að efla sprotastarfsemi á Vesturlandi og þannig  auka fjölbreytni í atvinnulífi sem við teljum nauðsynlega forsendu frekari uppbyggingar og fólksfjölgunar á svæðinu.”

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is