18. júlí. 2007 04:00
Um 20 umhverfisverndarsinnar frá róttækum aðgerðasamtökum sem nefna sig Saving Iceland hlekkjuðu sig saman um þrjúleitið í dag og lokuðu veginum sem liggur að álveri Norðuráls á Grundartanga. Að sögn hópsins er um friðsamleg mótmæli að ræða og tilgangur þeirra að vekja athygli á náttúruspjöllum og þeirri mengun sem komi frá verksmiðju Íslenska járblendifélagsins og álveri Norðuráls.