Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Smáauglýsingar

buy jwh-018 5cladba etizolam 4mmc 3mmc ketamine

buy jwh-018 5cladba etizolam 4mmc 3mmc ketamine Get the best quality directly from us, DH labs ...
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. júlí. 2007 11:45

Utanvegaakstur er vandamál í þjóðgarðinum Snæfellsjökli

“Utanvegaakstur er töluvert vandamál í þjóðgarðinum Snæfellsjökli og hafa mörg sár myndast í sumar á viðkvæmum svæðum sem seint eða aldrei munu gróa. Í sumum tilvikum er e.t.v. um að kenna hugsunarleysi eða ónógum merkingum og upplýsingum en fyrirhugað er að bæta þær í tengslum við vegagerð fyrir Jökul en vegabætur og lagning slitlags á Útnesvegi standa nú yfir og á þeim að ljúka 2009,” segir í tilkynningu frá starfsfólki þjóðgarðsins Snæfellsjökli. Þá segir að merkingum hafi verið bætt við í sumar til að loka slóðum sem ekki má aka vegna gróðurverndar.

“Dæmi eru um að þeir staurar séu sparkaðir niður og spjöll unnin í grenndinni með hringspóli og virðist þar vera um ásetning að ræða. Einkum eru það ökumenn bifreiða sem hafa valdið spjöllum í sumar en skemmdir af völdum  bif- og fjórhjóla heyra til undantekninga þetta árið og er viðkomandi ökumönnum þökkuð tillitssemin.”

 

Þjóðgarðsvörður og landverðir biðla til fólks um að virða merkingar og bann við utanvegaakstri og sýna náttúrunni virðingu. Ábendingar og athugasemdir varðandi lokanir, merkingar eða annað í þjóðgarðinum eru vel þegnar. Sími á skrifstofu þjóðgarðsins er 436 6860 og tölvupóstur snaefellsjokull@ust.is.

 

 

Á myndinni má sjá hjólför í viðkvæmum gróðri utan vegar í þjóðgarðinum. Slík sár eru mjög lengi að jafna sig. Ljósm. glp.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is