23. júlí. 2007 10:02
Á ellefta tímanum í gærkvöldi barst lögreglunni í Ólafsvík tilkynning um að jeppabifreið hefði oltið rétt við Ólafsvík. Ekki urðu nein meiðsli á fólki, að sögn lögreglunnar. Mun ökumaðurinn hafa misst stjórn á bifreiðinni í lausamöl og var bifreiðin óökufær. Ökumaður og farþegi voru Spánverjar sem voru á ferðalagi um Snæfellsnesið og voru að koma frá Snæfellsjökli. Mun bifreiðin hafa fest á jöklinum fyrr um daginn og komu nærstaddir ferðamenn fólkinu til aðstoðar við að losa bílinn úr þeim ógöngum, en þá tók ekki betra við.