Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. júlí. 2007 10:38

Aukafundur í bæjarstjórn Akraness að kröfu minnihlutans

Að kröfu þriggja bæjarfulltrúa minnihlutans hefur verið boðað til aukafundar í bæjarstjórn Akraness á morgun, laugardag. Þau Guðni Tryggvason, Rún Halldórsdótir og Hrönn Ríkharðsdóttir lögðu fram bókun á bæjarráðsfundi þann 17. júlí vegna afgreiðslu á samkomulagi Akraneskaupstaðar við Kalmansvík ehf. og kröfðust þess að haldinn yrði aukafundur í bæjarstjórn. Líkt og Skessuhorn hefur greint frá gerði Akraneskaupstaður samkomulag við Kalmansvík ehf. þann 12. júní, um útfærslu á skipulagi á sjö hektara landi í Kalmansvík. Þar er áætlað er að reisa allt að 450 íbúðir fyrir 50 ára og eldri. Bæjarfulltrúar minnihlutans mótmæltu því samkomulagi og sögðu m.a. í bókun að ekki væri góð stjórnsýsla að fulltrúar Akraness ynnu að skipulaginu án undangenginnar efnislegrar umræðu innan bæjarstjórnar ásamt faglegri umsögn skipulagsnefndar. Aukafundur bæjarstjórnar verður eins og áður segir á morgun og hefst hann klukkan 11 í bæjarþingsalnum.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is