31. júlí. 2007 02:45
Í umræðunni er að skólaskjól verði til húsa í húsnæði Borgarbyggðar við Skallagrímsgötu 1 frá og með haustinu. Húsið sem um ræðir hýsti lengi vel skrifstofur og félagsaðstöðu Umf. Skallagríms. Nú síðast hýsti húsið hinsvegar leikskóla á meðan á byggingu nýja leikskólans við Ugluklett í Bjargslandi fór fram. Skólaskjóls- og húsnæðismálin voru rædd á fundi fræslunefndar Borgarbyggðar í gær. Að sögn heimildarmanns Skessuhorns er stefnt á að halda fund um málefni skólaskjóls í samráði við stjórn umf. Skallagríms nú á fimmtudag eða föstudag. Þá á einnig að ræða húsnæðisvanda Skallagríms. Ýmsar hugmyndir eru á lofti um húsnæði fyrir starfsemi félagsins. Til dæmis hefur tillaga um byggingu bráðabirgðarhúsnæðis á íþróttasvæðinu verið nefnd.