Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. nóvember. 2007 08:11

Tillaga um nýja Oddstaðarétt

Fjallskilanefnd Oddstaðaréttar hefur lagt til að við undirbúnings fjárhagsáætlunar fyrir fjallskilasjóð réttarinnar verði gert ráð fyrir að byggð verði ný Oddstaðarétt.  Í samtali við Skessuhorn sagði Sigurður Jakobsson, einn af nefndarmönnum, að gamla réttin væri ónýt. Menn hefðu verið að velta vöngum yfir því hvað ætti að gera, laga þá gömlu eða fjarlægja hana. Við skoðun hefði ekkert annað komið til en að byggja bara nýja. Veggirnir væru farnir að molna niður og suma væri hægt að mylja milli fingra sinna. „Við erum að koma málinu af stað með þessum hætti. Það var eitthvað tjaslað við réttina í haust en það er ekki framtíðarlausn. Við teljum að ekkert undanfæri sé lengur með að byggja nýja rétt því sú gamla getur einfaldlega farið að vera hættuleg. Hún hefur staðið sig ágætlega, byggð árið 1955 og er með 21 dilk.

Til hliðsjónar við áætlaðan byggingarkostnað höfðum við réttarbyggingu í Skagafirði en það fer auðvitað eftir ýmsu hvað ný rétt mun kosta, meðal annars byggingarefninu,“ sagði Sigurður Jakobsson.

 

 

 

Myndin er úr Oddsstaðarétt í haust. Hér eru börnin í leikskólanum Andabæ að tylla sér á einn réttarvegginn, en þeir ku vera orðnir lélegir.

Ljósm. hög.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is