02. nóvember. 2007 01:29
Nú fyrstu vikuna í nóvember munu krakkar í 9. bekk Grunnskóla Snæfellsbæjar ganga í hús í bænum og selja skyndihjálpartöskur. Töskurnar eru útbúnar af Rauða krossinum og eru sérlega hentugar til að hafa í bílum, en einnig á heimilum. Jafnframt því að efla neyðaraðstoð Rauða krossins eru krakkarnir að safna fyrir ferð í Ungmennabúðir UMFÍ að Laugum í Sælingsdal, þar sem þau verða í viku um miðjan febrúar næstkomandi.