02. nóvember. 2007 02:10
Helgina 3. – 5. nóvember munu björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar um land allt fara af stað með fjáröflun sem kallast “Neyðarkall frá björgunarsveitum”. Í dag klukkan 17:00 mun forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, hefja átakið formlega í Smáralind í Kópavogi.
Hagnaður af sölunni mun renna til björgunarsveita, slysavarnadeilda og Slysavarnafélagsins Landsbjargar og verður hann notaður til að efla og styrkja þjálfun björgunarsveitarmanna landsins.