02. nóvember. 2007 01:07
Vökudagar á Akranesi hófust í gær og samhliða því mjög fjölbreytt og metnaðarfull dagskrá. Meðal dagskrárliða eru ýmsar stuttar uppákomur um bæinn undir nafninu Skammmenning. Í dag frá klukkan 15 til 18 mun Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari lesa valda kafla úr nýútkominni bók sem heitir Fólkið í Skessuhorni. Með Guðmundi í för verður tónlistarfólk frá TOSKA sem tekur létt lög. Komið verður við á eftirfarandi stöðum: Útibúi Glitnis við Dalbraut klukkan 15, í Versluninni Módel við Stillholt klukkan 15:45, í Húsasmiðjunni við Esjubraut klukkan 16:30 og endað í anddyri Bónuss við Þjóðbraut klukkan 17:15.