03. nóvember. 2007 12:48
Komið var að illa slösuðu hrossi á Borgarfjarðarbraut við Bæjarsveitarveg um klukkan átta í morgun. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi er ekki vitað hvort ekið hafi verið á hrossið eða það dottið af bíl, en ljóst er að hrossið var mikið slasað. Málið er í rannsókn.
Mbl.is greindi frá