Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. nóvember. 2007 01:09

Úthlutun í fyrsta sinn úr Hornsteininum

Úthlutað var úr styrktarsjóðnum Hornsteini í fyrsta sinn sl. fimmtudag við athöfn á Hótel Hamri.  Sjóðurinn var stofnaður með 50 milljóna króna stofnframlagi frá Sparisjóði Mýrasýslu, en stjórn SPM tekur síðan ákvörðun um árleg framlög til sjóðsins og fara þau eftir afkomu sparisjóðsins. Að þessu sinni bárust 46 umsóknir í sjóðinn og námu beiðnir um styrki yfir 150 milljónum króna.  “Ljóst var því að ekki var unnt að að sinna öllum beiðnum um liðveislu úr sjóðnum, en við úthlutun úr honum var einnig litið til þess markmiðs að með stofnun hans er verið að veita öflugan stuðning við stór samfélagsleg verkefni,” sagði Sigurður Már Einarsson, stjórnarformaður Hornsteinsins og SPM í ávarpi sínu þegar úthlutanir voru kynntar.  Að þessu sinni var ákveðið að veita tíu verkefnum stuðning og heildarúthlutun úr sjóðnum að þessu sinni nam 49 milljónum króna. Hæstu framlög, eða 15 milljónir króna runnu til Golfklúbbs Borgarness og til byggingar reiðhallar við Vindás.

Eftirtalin verkefni hlutu styrki:

 

UMSB fékk eina milljón króna til stofnunar íþróttaskóla fyrir börn í Borgarnesi, en skólinn hefur þegar hafið starfsemi. 

 

Grunnskólar Borgarbyggðar hlaut eina milljón króna.  Skólarnir sóttu um styrk til kaupa á búnaði vegna margmiðlunarkennslu, en verkefnið felst í kaupum á tölvum, skjávörpum, ýmsum mælitækjum og hugbúnaði. 

 

Veiðifélag Borgarfjarðar fékk styrk til rannsókna á nýtingu og lífsháttum sjóbleikju á vatnasvæði Hvítár í Borgarfirði en verkefnið verður unnið í samráði við Vesturlandsdeild Veiðimálastofnunar.  Styrkupphæð nam sömuleiðis einni milljón króna.

 

Jónína Arnardóttir og Margrét Guðjónsdóttir hlutu einnar milljónar króna styrk vegna IsNord tónlistarhátíðarinnar.

 

Tónlistarskóli Borgarfjarðar hlaut tvær milljónir í styrk vegna uppsetningar á Sígaunabaróninum í tilefni 40 ára afmæli tónlistarskólans og 20 ára afmæli söngdeildar skólans. 

 

Snorrastofa í Reykholti fékk þrjár milljónir króna í styrk til verkefnisins Miðaldabærinn í Reykholti.  Markmið er að taka saman í eitt heildarverk helstu niðurstöður uppgraftar á bæjarstæðinu í Reykholti.

 

Landnámssetur Íslands ehf hlaut fimm milljónir í styrk vegna greiðslu á stofnkostnaði við tækjabúnað er tengist sýningunni Landnám Íslands. 

 

Fólkvangurinn í Einkunnum fékk sömuleiði fimm milljónir í styrk til úrbóta á aðkomu að Álatjörn, en ætlunin er að búa til bílastæði, stíg að Álatjörn sem fær yrði fötluðum og koma fyrir bryggju út í tjörnina.

 

Reiðhöllin Vindási ehf. fær 15 milljónir króna í styrk vegna byggingar reiðhallarinnar að Vindási, en hún verður í eigu hestamannafélaganna Skugga og Faxa, Hrossaræktarsambands Vesturlands auk Borgarbyggðar. 

 

Loks hlaut Golfklúbbur Borgarness styrk að upphæð 15 milljónir króna vegna tækjakaupa, vallarframkvæmda og vegna undirbúnings að byggingu tækjageymslu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is