05. nóvember. 2007 05:09
Lögreglan í Borgarnesi fór í dag í eftirlitsflug með rjúpnaskyttum. Einungis er heimilt að veiða rjúpur frá fimmtudegi til sunnudags og því óheimilt að veiða í dag. Lögreglan flaug yfir svæðið og var í sambandi við lögreglumenn á jörðu niðri. Ekki var vart við veiðiþjófa, en þrír menn sáust ókunnugra erinda og voru lögreglumenn á jörðu niðri sendir til að aðgæta með þá. Þeir reyndust vera í löglegum erindagjörðum.