Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. nóvember. 2007 07:35

Netarallið ekki notað beint í stofnmati

"Þegar mat á stærð þorskstofnsins fer fram ár hvert skoðum við öll tiltæk gögn, svo sem upplýsingar úr vorralli, haustralli, netaralli, afladagbókum og hvers kyns öðrum mælingum á afla. Í endanlegu stofnmati í höfum við hins vegar eingöngu notað vorrallið og aflagögnin í reiknilíkanið þar sem við teljum að þau gögn gefi bestu mynd af þróun stofnsins,” segir Björn Ævarr Steinarsson fiskifræðingur og sviðsstjóri á Hafrannsóknastofnun í samtali í nýjustu Fiskifréttum.  “Hvað netarallið varðar sérstaklega, þá hefur gætt nokkurs ósamræmis í upplýsingum frá netarallinu annars vegar og úr öðrum mælingum hins vegar. Það gildir ekki bara um árið í ár heldur einnig undanfarin ár.

Ástæðan er ekki ljós og þess vegna hefur verið ákveðið að skoða málið nánar. Um þessar mundir er verið að vinna að því að fara yfir öll gögn úr netarallinu og reyna að komast að því í hverju þetta misræmi liggur. Meðan við vitum ekki af hverju misræmið stafar getum við ekki tekið töluna úr netarallinu beint inn í stofnmat. Það hefur aldrei verið gert,” segir Björn Ævar í samtali við Fiskifréttir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is