06. nóvember. 2007 08:54
Í tilkynningu frá Vegagerðinni klukkan 20:30 í kvöld kemur fram að nú er éljagangur og hálkublettir á Holtavörðuheiði og hálkublettir á fjallvegum á Snæfellsnesi. Ástæða er því til að vara ökumenn illa búinna ökutækja að vera þar á ferð.
Á Vestfjörðum eru víða hálkublettir á heiðum. Hálka er á Hrafnseyrar-, Gemlufalls- og Dynjandisheiði. Á Norður- og Norðausturlandi eru víða hálka og hálkublettir. Á Öxnadalsheiði eru hálkublettir og skafrenningur. Á Austurlandi eru víða hálkublettir. Á Suðaustur- og Suðurlandi er greiðfært.