09. nóvember. 2007 07:28
Snæfell tyllti sér í fjórða sæti Iceland Express-deildarinnar í körfuknattleik með því að leggja Tindastól að velli 101-73 í Stykkishólmi í gærkvöldi. Gestirnir byrjuðu betur, en heimamenn gáfu fljótlega í, náðu forustu sem þeir héldu örugglega til loka. Þetta var þriðji sigurleikur Snæfells í röð og er óhætt að segja að liðið sé dottið í gírinn.
Næsti leikur verður þann 16. nóvember nk. í Borgarnesi gegn Skallagrími og verður þar um mikinn baráttuleik Vesturlandsliðanna að ræða.