Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. nóvember. 2007 01:15

Starfsmati að ljúka hjá sveitarfélögum

Sérfræðingahópur á vegum launanefndar sveitarfélaga og samningsaðila er að ljúka störfum við mat á störfum starfsmanna sveitarfélaga. Matið hefur staðið yfir um þó nokkurn tíma, en verkið hófst fyrir rúmum fimm árum. Eingöngu hafa verið tekin fyrir störf hópa núna, ekki svokölluð einyrkjastörf, eða núllstörf. Sérstakt starfsmat þarf að vinna fyrir hvert og eitt þeirra starfa. Nú gefst stjórnendum stofnana færi á að koma á framfæri athugasemdum við matið og óskum um breytingar. Nokkuð hefur verið um slíkar athugasemdir, t.a.m. var á síðasta bæjarráðsfundi tekin fyrir ósk frá stjórnendum Grundakóla um að breyta starfsheiti húsvarðar í trésmið. Bæjarráð taldi ekki ástæðu til að verða við því.   Jón Pálmi Pálsson bæjarritari Akraness sagði í samtali við Skessuhorn að ánægjulegt væri að þessu starfi væri að ljúka.

„Þetta hefur tekið nokkuð langan tíma sem hefur að ákveðnu leyti verið óheppilegt. Það er æskilegt gagnvart starfsmönnum að allir hlutir er lúta að kaupum og kjörum liggi ljósir fyrir. Þetta hefur náttúrulega verið gríðarlega mikil vinna sem nú hyllir undir lokin á.“ 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is