Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. nóvember. 2007 09:00

Sótt í sagnaarf þjóðarinnar

Út er komin bókin Hólaborg – ævintýrið um langspil landsins eftir Bjarna Valtý Guðjónsson. Bókin byggir á íslenskri þjóðsagnahefð þar sem saman fara hugleiðingar mannfólksins um huldufólk og tröll og beinar lýsingar á samskiptum við þær dularverur. Hún fjallar um systkynin Hrólf og Hildi sem fara ásamt Bjössa í fjallaför til að veita viðtöku heillagrip sem afa þeirra og ömmu hafði verið heitið fyrir að sitja yfir huldukonu.  Þremenningarnir hefja ferðina bjartsýnir og fagnandi og lenda í miklum ævintýrum þetta kvöld og næstu nótt. Í Heiðardal stendur náttúruundrið óviðjafnanlega, Hólaborg, höfuðaðsetur huldufólksætta þeirra er í dalnum búa og þangað er förinni heitið. Tröllin byggja einnig heiðar og hamra og vita furðulega margt, en þrátt fyrir stærð sína og afl gera þau engum mein.

 

Bjarni Valtýr er Vestlendingum að góðu kunnur. Hann var ritstóri Kaupfélagsritsins árin 1977-1994 og meðritstjóri Borgfirðings 1995-1996. Verk sem hann hefur þýtt hafa verið flutt í útvarpinu og í dagblöðum. Hann er þekktur fyrir að stunda ljóðlistina af miklum mæli og hafa verk hans birst í sýnisbókum og tímaritum og verið flutt opinberlega við ýmis tækifæri, ekki síst gamanvísur. Bjarni starfaði lengi hjá Kaupfélagi Borgfirðinga og hefur áratugum saman verið kirkjuorganisti á Mýrum. Þetta er fyrsta skáldsaga Bjarna, en árið 1974 kom út bókin Með vorblænum – saga Ungmennafélagsins Bjarnar Hítdælakappa 1912-1972.

 

Bjarni sagði í samtali við Skessuhorn að meginefnið í söguþræðinum væri hin áhættusama vitjun langspilsins. Það á að vera heillagripur landsins og varna illum örlögum sem söguhetjunum verða að öðrum kosti búin af tröllavöldum. Bjarni segir að bókin sé fyrir alla aldurshópa. „Þrátt fyrir að aðalsögupersónurnar séu unglingar þá tel ég bókina vera ekki síður fyrir aðra aldurshópa, enda byggir hún á íslenskri þjóðsagnahefð,“ segir hann. Hann segist alltaf skrifa mikið og eiga fullfrágengna unglingasögu í handriti. Útgefandi Hólaborgar er Sigurjón Þorbergsson og kápumynd málar Áslaug Benediktsdóttir sem lengi vann í Kaupfélaginu í Borgarfirði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is