14. nóvember. 2007 08:22
Hópurinn Fimm í Tangó verður með tónleika í Landnámssetrinu í Borgarnesi næstkomandi laugardag klukkan 16:00. Finnsk tangótónlist er í sérstöku uppáhaldi hjá hljómsveitarmeðlimum Fimm í Tangó. Tatu Kantomaa harmóníkuleikari hefur útsett lög fyrir hópinn, sem og Haraldur V. Sveinbjörnsson sem einnig hefur samið tangó sérstaklega fyrir hann. Meðlimir Fimm í Tangó eru Ágúst Ólafsson söngvari, Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari, Íris Dögg Gísladóttir fiðluleikari, Kristín Lárusdóttir sellóleikari og Tatu Kantomaa harmóníkuleikari.