Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. nóvember. 2007 09:26

Altarisbrík aftur í Reykholt

Á mánudag fyrir Marteinsmessu, mánudaginn 5. nóvember, var gamalli altarisbrík komið fyrir í Reykholtskirkju hinni gömlu á ný. Bríkin er frá 16. öld en var seld Þjóðminjasafninu árið 1904 og hefur verið þar síðan. Þetta er gert samkvæmt samningi sem gerður var þegar gamla kirkjan var afhent Þjóðminjasafninu, en þá var samið um það að í Reykholti skuli vera til sýnis og notkunar ýmsir gripir sem safnið hefur varðveitt af gömlum búnaði kirkju í Reykholti. Árið 2000 var skírnarsárnum gamla komið fyrir í kirkjunni. Sá gæti verið þýskur að uppruna frá því um 1550 og er ef til vill smíðaður í Nürnberg, að sögn Geirs Waage sóknarprests í Reykholti.

Þá hafa á ný verið settar upp minningartöflur í kirkjuna um klerka er þjónuðu staðnum áður. „Ein er um Séra Þorstein Helgason en hún var fyrst sett upp 1839 eða 1840. Hún hefur verið í um 20 ár í viðgerð í Reykjavík. Við fengum einnig minningarskjöld um Séra Þórð Þórðarson Jónasen frá 1884. Skjöldurinn var gjöf frá vinum í Vesturheimi og sýnir vel hug vesturfara til Séra Þórðar, en hann var afburðamerkilegur klerkur. Þórður var ákaflega vinsæll, afburða barnafræðari, predikari og söngmaður á gamla stílinn. Kristleifur á Stóra-Kroppi segir frá því að þegar Séra Þórður predikaði á sumrum hafi fólk komið víða að, sunnan úr Hvalfirði og utan af Snæfellsnesi til að hlýða á hann syngja,“ segir Séra Geir. Þá hefur einnig verið komið upp á ný minningartöflum um bændafólk frá því rétt eftir aldamótin 1800.

Séra Geir segir að koma gripanna í kirkjuna á nýjan leik sé mikið fagnaðarefni. „Með þessu næst dýrmæt tenging við sögu staðarins í sýnilegum gripum. Ég geri mér sannast sagna vonir um að með sams konar samkomulegi fáist hingað mikið af skjölum og bókum sem flutt voru frá kirkjunni.“ Geir segir að kirkjunni standi til boða að fá eftirgerð af antependium, altarisforklæði af bláu vaðmáli, en frumgerðin sem er frá 1719 sé of viðkvæm til að flytja hana í Reykholt. Þá þurfi að smíða altari í 16. aldar stíl undir altarisbríkina. „Ef einhverjir lesendur blaðsins vita af peningum sem ekki eru í notkun og vilja koma til svona nota væri það vel þegið,“ segir Séra Geir að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is