Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. nóvember. 2007 11:12

Fífilbrekka, gróin grund….

Í tilefni af 200 ára afmæli Jónasar Hallgrímssonar verður Tónlistarfélag Borgarfjarðar með tónleika til heiðurs skáldinu. Tónleikarnir verða í Reykholtskirkju sunnudaginn 18. nóvember og hefjast klukkan 16. Dagskráin verður með lögum Atla Heimis Sveinssonar við ljóð Jónasar.  Jónas sendi Dalvísu til Fjölnisfélagsins í Kaupmannahöfn í janúar 1844. Á uppkastið skrifaði Jónas meðal annars: “Ég ætl´að biðj ukkur um að láta búa til fallegt lag, ekki of dýrt við vísuna mína.” Í hreinritinu stendur:  “Það er annars ógjörningur að eiga ekki lög til að kveða þess konar vísur undir; svona komast þær aldrei inn hjá alþýðu.”

Söngbók Atla Heimis telur nú 26 lög og og mun Fífilbrekkuhópurinn blaða í gegnum hana alla á tónleikunum í Reykholtskirkju. Hópnum til fulltingis er Arnar Jónsson leikari sem tengir lögin lífsferli Jónasar. Í bakgrunni verða ljósmyndir Þorgerðar Gunnarsdóttur og aðrar myndir frá slóðum skáldsins sem hún hefur valið.

 

Flytjendur verða: Arnar Jónsson leikari, Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Eyjólfur Eyjólfsson tenór, Sigrún Eðvaldsdóttir fiðla, Sigurður Ingvi Snorrason klarínett, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó og Hávarður Tryggvason kontrabassa.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is