Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. nóvember. 2007 02:11

Formaður segir Mýramenn móðgaða

Fjölmennur fundur var haldinn í Lyngbrekku í síðustu viku að frumkvæði Búnaðarfélags Mýramanna sem nær yfir gömlu Borgar-, Álftanes-, og Hraunhreppana. Að sögn Guðbrands Guðbrandssonar á Staðarhrauni, formanns félagsins var mætt frá næstum hverjum bæ. „Mýramenn eru rosalega móðgaðir yfir þessum breytingum sem snúa að reglum um ljósastauranotkun,“ sagði Guðbrandur í samtali við Skessuhorn. „Mönnum finnst sem jafnræðisreglan sé brotin á okkur sveitafólkinu. Umræður urðu líflegar og margir tóku til máls. Það voru fimm kjörnir fulltrúar sveitarfélagsins sem mættu ásamt sveitarstjóra og þeir tóku með sér ályktun sem fundurinn samþykkti samhljóða. Fulltrúarnir lofuðu engu nema því að taka ályktunina fyrir á næsta fundi. Ég held að þeim hafi komið á óvart hversu þung undiraldan er í þessu máli,“ sagði Guðbrandur.

Efni ályktuninnar var á þá leið að fundurinn krefst þess að breytingar á reglum um lýsingu í dreifbýli sem sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti 11. október sl. verði dregin til baka. Jafnframt skorar fundurinn á sveitarstjórnina að sett verði upp lýsing á þeim bæjum sem síðar komu inn í sveitarfélagið eftir þeim reglum sem giltu um lýsinguna í upphafi. Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri sagði í samtali við Skessuhorn að ekki væri búið að taka ályktunina fyrir, það yrði gert á fundi sveitarstjórnar nk. fimmtudag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is