14. nóvember. 2007 01:47
Körfuknattleikslið ÍA átti ekki í vandræðum með Dalvíkinga þegar þeir síðarnefndu litu í heimsókn á Akranes á laugadaginn. Lyktir leiksins urðu 111-52 fyrir ÍA og skoruðu heimamenn meira en tvöfalt fleiri stig en gestirnir. Mikil stemning var hjá Skagamönnum og umgjörð leiksins var til fyrirmyndar. Skagamenn ætluðu sér sigur allan tímann og voru fremri á öllum sviðum körfuboltans. Gestirnir vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið og sem dæmi má nefna skoruðu þeir aðeins fimm stig í öðrum leikhluta. ÍA er nú efst í A riðli annarrar deildar með sex stig eftir fjóra leiki. Næsti leikur liðsins verður önnur viðureign gegn Dalvík, nú nyrðra, en leikurinn fer fram á sunnudaginn.