Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. nóvember. 2007 09:16

Neita að greiða aukaverk við Tóska

Bæjarráð Akraneskaupstaðar hefur hafnað beiðni verktaka um að greiða kostnað við aukaverk sem framkvæmd hafa verið við nýtt húsnæði Tónlistarskóla Akraness við Dalbraut. Verktakinn fór alls fram á greiðslur að upphæð 18 milljónir króna, en framkvæmdin hljóðaði upp á um 500 milljónir.  Aukakostnaðurinn laut að ýmsum verkum sem breytt var eða bætt við skólann, en framkvæmdanefnd skólans hafnaði því að greiða hann þar sem ekki hefði verið rætt fyrirfram við fulltrúa kaupanda um breytingarnar. Jón Pálmi Pálsson bæjarritari sagði í samtali við Skessuhorn að þegar gengið var til samninga um skólann hafi verið um svokallaðan alsamning að ræða, menn hefðu keypt skólann tilbúinn. „Við kaupum allan pakkann og allar breytingar á honum verður náttúrulega að ræða við okkur,“ segir Jón Pálmi.

Í skýrslu framkvæmdanefndar kemur fram að fyrir afhendingu skólans hafi farið fram lokaúttekt og þó nokkrar athugasemdir verið gerðar. Þær lutu sérstaklega að málningarvinnu en einnig því að rangar hurðir séu í kennslustofum. Þá eru eldvarnarhurðir ekki massívar í gegn og gler við kaffistofu kennara rispað. Tvö óhöpp komu upp á framkvæmdastigi. Skólplögn undir lúðrasveitarrými var í ólagi og komst það upp við notkun. Þá hleypti pípari sem var að breyta lögnum vatni á kerfið án þess að allt væri hert. Varð af því vatnstjón og verður gert við það á milli jóla og nýjárs.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is