Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. nóvember. 2007 08:17

TR niðurgreiðir ekki öryggishnappa

Tryggingarstofnun ríkisins greiðir ekki niður kostnað við uppsetningu færanlegra öryggishnappa við Höfðagrund á Akranesi. Þar er hverfi húsa fyrir 60 ára og eldri og þegar húsin voru reist upp úr 1980 var þar komið fyrir föstum öryggishnöppum. Þeir eru á vegg við rúm og á baðherbergi. Sé þeim hnöppum hringt næst samband við starfsfólk á Dvalarheimilinu Höfða. Þegar kerfinu var komið upp sinnti starfsfólkið útköllunum, en nú gerir það ekkert nema að svara í síma og beina erindinu í réttan farveg, til læknis eða neyðarlínunnar til dæmis. Á meðan þetta kerfi er við líði mun TR ekki niðurgreiða færanlega öryggishnappa, en almennt er viðurkennt að þeir séu mun öruggari.

Hafsteinn Sigurbjörnsson formaður húseigendafélagsins á Höfðagrund sagði í samtali við Skessuhorn að kerfið væri barn síns tíma. Nú væru mun öruggari kerfi til. „Tryggingastofnun neitar því hins vegar að niðurgreiða þau þar sem við erum með þetta gamla kerfi. Eftir að hjúkrunardeildin fluttist frá sjúkrahúsinu á Höfða hefur þjónustan hins vegar gjörbreyst enda mun meira álag á starfsfólki. Þá er ekki öruggt að fólk nái til föstu hnappanna ef eitthvað kemur upp á. Í svörum TR kom einnig fram að ekki yrði um niðurgreiðslu að ræða þar sem tveir búa saman. Hjón eiga semsagt að vera gæslumenn hvors annars og komast ekki spönn frá rassi ef annað þeirra er veikt. Þetta gengur náttúrulega ekki,“ segir Hafsteinn.

Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri Höfða sagði í samtali við Skesuhorn að hann hefði bent íbúum við Höfðagrund á að svokallaðir armbandshnappar, en þeir eru festir við úlnlið fólks, væru mun öruggari. „Við höfum ekki sinnt útköllum vegna neyðarhnappa í mörg ár, enda er álagið mikið hér á starfsfólki, sérstaklega á nóttunni þegar þrír eru á vakt í 600 fermetra húsi. Þess vegna væri mun eðlilegra að hafa hreyfanlegt neyðarhnappakerfi í þessum húsum, en við munum ekki hafa frumkvæði að því að leggja hnappana niður,“ segir Guðjón. Á næsta ári verða 31 ný íbúð tekin í notkun á svæðinu og Guðjón segir að Höfði muni ekki koma upp neyðarhnöppum þar. Allt bendir því til þess að í nýju húsunum verði færanlegir hnappar niðurgreiddir af TR, en ekki í þeim gömlu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is