17. nóvember. 2007 10:28
Nokkuð vetrarlegt er nú víða um land. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að á Vesturlandi er víða hálka og hálkublettir. Hálka og éljagangur er á Holtavörðuheiði. Þá er hálka á Hellisheiði og víða hálkublettir á Suðurlandi. Á Vestfjörðum eru víða hálkublettir og éljagangur. Á Norðurlandi er víða hálkublettir og éljagangur. Á Norðaustur- og Austurlandi er hálka, hálkublettir, snjóþekja, éljagangur og skafrenningur. Þungfært er um Hellisheiði eystri og Öxi. Á Suðausturlandi er hinsvegar greiðfært.