17. nóvember. 2007 02:33
Um klukkan 13 í dag fór straumur af raflínunni í Hvalfirði sem nefnist Innri-Akraneslína. Ástæðan var sú að grafa tók streng í sundur. Vinnuflokkur Rarik frá Borgarnesi vinnur nú að viðgerð og er áætlað að rafmagn komist aftur á um miðjan dag, segir í tilkynningu frá dreifisviði RARIK á Vesturlandi.