19. nóvember. 2007 09:12
Búðdælingar láta ekki sitt eftir liggja við að lýsa upp með fyrra fallinu í skammdeginu. Síðastliðinn föstudag voru starfsmenn Rarik að koma upp skreytingum á ljósastaurunum 22 sem eru meðfram veginum í gegnum þorpið. Þetta er óvenjusnemmt sem ljósaskreytingar koma upp í Búðardal og er ástæðan sú að sveitarfélaginu barst höfðingleg gjöf fyrir skömmu frá fyrrum eigendum Reykjafells, Halldóri Jóhannssyni og frú, sem eiga sumarbústaðalandið á Gautastöðum. Gáfu þau talsvert magn rafrænna skreytinga sem nú prýða bæinn.