Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. nóvember. 2007 02:10

Jólin byrjuðu í Borgarnesi

Síðastliðinn föstudag fór í gang í Borgarnesi dagskrá sem ber heitið „Jólin byrja í Borgarnesi.“ Mikið var um dýrðir í Hyrnutorgi og víðar um bæjarfélagið þennan dag og minnti blaðamann helst á þá stemningu sem var á Þorláksmessu í kaupfélaginu í gamla daga. Menn og konur komu og sýndu sig og sáu aðra. Búið var að skreyta bæinn og búðirnar skörtuðu einnig sínu fegursta. Dagskráin hófst með því að veittar voru umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar og Lionsklúbbsins Öglu, síðan sungu börn úr Tónlistarskóla Borgarfjarðar, nemendur og kennarar Tónlistarskólans stigu á stokk og spiluðu fyrir gesti og gangandi. Danshópu Evu Karenar frá Grunnskóla Borgarfjarðar sýndu dans, Grýla gamla sást rölta um eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Fleiri myndir birtast í Skessuhorni næstu viku.  

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is