20. nóvember. 2007 01:35
Síðastliðinn laugardag fékk rjúpnaskytta sem var við hellinn Víðgelmi í Borgarfirði, hjartaáfall og lést. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi var maðurinn við veiðar ásamt tveimur félögum sínum sem tilkynntu atvikið til lögreglu. Lögregla og sjúkrabíll sóttu mannin sem fæddur var árið 1952.