Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. nóvember. 2007 09:18

Þörf ungs fólks eftir húsnæði hverfur ekki

Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna samþykkti á fundi sínum í vikunni ályktun þar sem lýst er þungum áhyggjum af því hversu erfitt er fyrir ungt fólk að eignast sína fyrstu íbúð. SUF telur aðgerða þörf af hálfu stjórnvalda og telur ekki boðlegt að forsætisráðherra láti við það sitja að segja fólki að kaupa sér ekki íbúðir. Þörf fyrir húsnæði hverfi ekki, hverjar sem óskir forsætisráðherra í þeim efnum séu.

Ályktun SUF hljóðar svo:

“Stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna lýsir yfir þungum áhyggjum yfir stöðu mála á húsnæðismarkaði. Verðmyndun á markaðnum sem og aðstæður á lánamarkaði gera það nú að verkum að ungu fólki er nánast ómögulegt að eignast sína fyrstu íbúð. Þá er leigumarkaðurinn ekki valkostur til lengri tíma enda leiguverð á íbúðarhúsnæði nú einnig í sögulegu hámarki. Ungt fólk krefst raunverulegra aðgerða af hálfu stjórnvalda, enda ekki boðlegt að einu viðbrögð forsætisráðherra þjóðarinnar, séu að segja fólki að kaupa sér ekki húsnæði. Þörf fólks fyrir húsnæði hverfur ekki þó forsætisráðherra kunni að óska sér þess. Stjórnvöld verða að stemma stigu við villtum dansi bankanna á markaðnum og standa vörð um Íbúðalánasjóð sem tryggir aðgang allra landsmanna að ódýru lánsfé, óháð búsetu. SUF hefur í hyggju að halda áfram að láta til sín taka í umræðu um húsnæðismál ungs fólks. Stefnt er að málþingi um efnið sem nánar verður auglýstur síðar.”

 

(fréttatilkynning)

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is