Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. nóvember. 2007 10:24

Ásókn í jarðir og land eykst sífellt

Í nýrri skýrslu frá Bændasamtökunum um eignarhald á jörðum kemur fram að sífellt fleiri sækjast eftir að eignast land og þá hefur eigendum að lögbýlum fjölgað mikið. Sem dæmi hefur þeim sem eiga fjögur lögbýli eða fleiri fjölgað úr 8.999 árið 2000 í 10.095 á árinu 2006, eða um rúmlega eitt þúsund. Af heildinni á landsvísu hafi viðskiptum með jarðir fjölgað úr 5% á árinu 2001 í 8% á árinu 2006. Vesturland er nákvæmlega á þessu landsmeðaltali og Norðurland vestra mjög nálægt því. Mesta breyting og hreyfing er þó á landssölu á Austurlandi, 5% árið 2001 í 11% árið 2002. Svipað hlutfall er á Suðurlandi á þessu tímabili eða úr 6% í 11%.

Ótaldar eru þó þær breytingar sem orðið hafa við að landsspildum sé skipt út úr lögbýlum til margvíslegra nota, þ.á.m. til frístunda. Engar sterkar vísbendingar koma fram í skýrslunni um jarðasöfnun, þar sem ekki er hægt að greina verulega fjölgun jarða hjá þeim hópi sem eiga margar jarðir. Á hinn bóginn fjölgar mjög jarðeigendum sem bendir til þess að deilt eignarhald verði stöðugt útbreiddara.

Í skýrslunni segir ennfremur í niðurstöðum á landsvísu, að jarðir hafi hækkað í verði, þótt greining á því liggi utan þessarar samantektar. Eftirspurn og þróun verðlags hafi eflaust breyst með auknu verðmæti hlunninda í jörðu, eins og vatns- og jarðhita og námuréttinda. Þá er land lögbýla í vaxandi mæli skipulagt undir aðra starfsemi, einkum frístundabyggð.

Skýrsluhöfundar segja að sú spurning hafi vaknað hvort þörf sé á að gera einhverjar ráðstafanir til að tryggja að ekki verði gengið á besta landbúnarðarlandið og það tekið undir önnur not. Hinsvegar segir í skýrslunni að niðurstöður um eignarhald lögbýla séu settar fram án jarðeignar ríkisins, en ríkið ásamt undirstofnunum sínum er stærsti einstaki jarðeigandinn. Sveitarfélögin eru hinsvegar meðtalin í niðurstöðunum en þau eiga ein eða ásamt öðrum fjölda lögbýla. Sala ríkisjarða telst hinsvegar með þegar umfang viðskipta með jarðir er metið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is